Luis Bunuel

já.. ég hef nú undanfarin misseri verið að læra ýmislegt um kvikmyndasöguna og horft á margar gamlar og góðar með leikstjórum eins og Hitchcock, fellini, herzog og fleirum.... einnig fengum við á fyrstu önn að sjá upphafið á ferli Bunuel svosem Andalúsíu hundurinn og gull öldin sem eru báðar útaf fyrir sig alveg snar geggjaðar og súríalískar og sona bara súrustu myndirnar hans Luis... en í dag sáum við myndina"The Discreet Charm of the Bourgeoisie" sem hann gerði 1972. 

TheDiscreetCharmoftheBourgeoisie

 basic plottið í þessari mynd var byggð á einni setningu þegar að vinur hans Luis kemur til hans og segir að hann hafi farið út að borða en hafi aldrei fengið matinn. þannig að hann gerir mynd um þennan hóp af fínu og fáguðu fólki sem samt sem áður eru mestu ribbaldar sem þú gætir fundið sem alltaf eru að fara eitthvað saman eða til hvors annars að borða en af einhverri ástæðu fá aldrei matinn sinn. þetta er ein af fyndnustu myndum sem ég hef séð þó svo að húmorinn sé kanski ekki augljós á okkar tímum. en þessi mynd framkvæmir það óhugsanlega og ruglaða en lætur það virðast eðlilegt. búið ykkur undir að verða svöng! ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta er einhver skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, þó fannst mér Phantom of Liberty, sem hann gerði tveimur árum seinna, betri. Karlinn var líklega snældugeðveikur samt, en það er hið besta mál þegar maður er listamaður.

Hann var vinur Salvador Dali og vann með honum eitthvað um tima, en Dali sleit samstarfinu og að ég held vinskapnum líka vegna þess að hann taldi Bunuel vera guðlausan kommúnista. Sem er jú skiljanlegt, enda er svoleiðis viðurstyggð. :)

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og í síðustu orðunum er Ingvar auðvitða, einkum og sér í lagi, með ónefndan eldri bróður sinn í huga!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Diljá Sævarsdóttir

já.. en þar fyrir utan var Bunuel uppáhalds leikstjóri hitchcock og
Orson Welles... greyið orson vildi alltaf vera súrealisti en einhvern veginn bara tókst það ekki..

Diljá Sævarsdóttir, 10.11.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband